- Advertisement -

Hvort sniðgekk Bjarni Davíð, eða hafnaði Davíð Bjarna?

Núverandi formaður og fyrrverandi leyna ekki ágreiningnum.

Sjálfstæðisflokkurinn minnist níutíu ára afmælis í dag. Fyrrverandi formaður flokksins, Davíð Oddsson, ver ekki einum dálksentímetra í Mogga dagsins og ekki heldur í Mogga morgundagsins, til að minnast tímamótanna.

Bjarni Benediktsson, sem hefur sætt mikilli gagnrýni frá Davíð Oddssyni, skrifar innihaldsrýra grein í Fréttablaðið. Ekki í Moggann, sem hefur verið bæði opinbert og ekki opinbert málgagn flokksins frá upphafi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En hvers vegna? Því skrifar Bjarni ekki í Moggann? Er það vegna þess að honum mislíkar sú harða andstaða sem hann fær yfir sig frá ritstjóranum Davíð? Má vera að Davíð hafi hafnað grein Bjarna?

Eitt er víst að hið minnsta er vík milli vina. Svo er að sjá að þeir hafi ekki getað lagt ágreininginn til hliðar á afmælisdaginn sjálfan. Svo djúpur er ágreiningurinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: