- Advertisement -

Hvíta landið Ísland

Gunnar Smári Egilsson.

Þetta er svolítið ljótt graf, ég veit; en það segir áhugaverða sögu. Þetta er fæðingarstaðir innflytjenda á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð. Súlurnar eru misstórar vegna þess að hlutfall fólks sem fætt er utan landanna er misjafn; nánast það sama á Íslandi (13,7%) og í Danmörku (13,4%) en hærra í Svíþjóð (18,5%). Litirnir tákna heimshluta. Neðst eru Vesturlönd (blá) en það er Vestur-Evrópa, Norður-Ameríka og Ástralía/Nýja Sjáland. Næsta lag er Austur-Evrópa (rauð). Saman er þetta það sem kalla mætti hvíta heiminn. Eins og þið sjáið nær hann yfir lungann af innflytjendum á Íslandi. Ísland er því svo til alveg hvítt samfélag (97,5%). Danmörk líka en nokkuð minna (92,7%) og Svíþjóð enn minna (89,7%)

Fyrir ofan hann kemur Mið- og Suður-Ameríka (brún) og svo Asía austan Pakistan (gul). Þar fyrir ofan er Afríka sunnan Sahara (svört) og svo meginlönd Islam (græn) sem ná frá Norður-Afríku, í gegnum Mið-Austurlönd og austur að Indlandi. Þessir tveir heimshlutar, Afríka og Islamski heimurinn hefur mátt þola mesta fordóma og eins og sjá má er fólk frá þessum heimshlutum svo fátt á Íslandi að sést varla. Það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda að veita fólki frá þessum heimshlutum helst ekki dvalarleyfa á Íslandi.

Á meðan það er þrettándi hver Svíi frá Afríku eða löndum Islam þá er nítjándi hver Dani þaðan en aðeins 180ugasti hver Íslendingur. Það eru innan við tvö þúsund manns frá þessum heimshlutum á Íslandi en væru tæp 19 þúsund ef hlutfallið væri það sama og í Danmörku og tæp 27 þúsund ef hlutfallið væri það sama og í Svíþjóð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-gse


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: