- Advertisement -

HVH: Mér líst ekkert á þessa þróun

Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem stundum hefur verið nefnd ríkisstjórn framsóknarflokkanna þriggja, kemur orðið nýsköpun 19 sinnum fyrir.

Hér hefur nýsköpunarráðherra ákveðið að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð og ætlar hún að finna nýjan farveg fyrir þau verkefni sem haldið verður áfram (sem þeim hugnast) en í tilkynningu ráðuneytisins segir að með breytingunum vilji ráðherra „stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi. (Valið af ráðherra en ekki faglega?)

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er enn eitt dæmið um það hvernig ríkisstjórnin vinnur. Algjör geðþótti og þjónkun við stjórnvöld á að ræða för þegar kemur að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun. Mér líst ekkert á þessa þróun.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: