Styrmir Gunnarsson skrifar, að venju, í laugardagsmoggann. Hann reynir að vekja ríkisstjórnina:
„Eins og nú horfir eru allar líkur á því að næstu þingkosningar, hvort sem þær verða að vori eða hausti á næsta ári, fari fram í skugga þeirrar efnahagslægðar, sem að okkur sækir. Það er hefðbundið að slíkar aðstæður eru erfiðar fyrir þá flokka sem sitja í ríkisstjórn á slíkum tímum.
Það er nauðsynlegt fyrir núverandi stjórnarflokkaa að átta sig á þessari stöðu strax. Þeir eiga ekki að falla í þá freistni að tala við kjósendur eins og allt sé í stakasta lagi. Þeir eiga þvert á móti að útskýra fyrir þjóðinni þá erfiðleika, sem kunna að vera framundan og hvað hægt er að gera til þess að draga úr þeim.“ Ljóst er að ritstjórinn fyrrverandi hvetur ríkisstjórnina til að leggja af alla feluleiki og segja nú satt og rétt frá.