- Advertisement -

Hveru mengandi eru ráðherrabílarnir?

Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, spyr Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um bílaflota stjórnarráðsins.

Svandís vill vita hversu margir bílar hafi verið keyptir fyrir stjórnarráðið frá ársbyrjun 2014. Svandís er nákvæm, hún vill líka vita hverrar tegundar bílarnir eru og hvað er gefið upp varðandi losun á koltvíoxíði.

Þá vill Svandís fá að vita hvort bílakaupin samræmist markmiði þingsályktunartillögu um að fimmtungur bifreiða í eigu opinberra aðila verði vistvænn fyrir árið 2020. Og eins hvort krafa þá bíla sem eru keyptir nýti endurnýjanlega orkugjafa verið í útboðsskilmálum vegna bifreiðakaupa eða er áformað að slíkir skilmálar verði settir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: