- Advertisement -

„Hvert fóru allar þessar milljónir?“

En það er svo sem afskaplega margt með ólíkindum ósvífið í Reykjavíkurborg.

Sólveig Anna skrifar:

Í Viðskiptablaðinu í dag er viðtal við Hörpu Ólafsdóttur, formann samninganefndar borgarinnar, þar sem að hún bregst við tilboði samninganefndar Eflingar. Mig langar að ávarpa tvennt sem að hún segir.

Fyrst talar hún um að skattborgarar verði látnir taka á sig skatta og gjaldskrárhækkanir vegna þess að starfsmenn borgarinnar muni fá hærri laun en samið var um á almenna markaðnum. Þetta er áhugaverð nálgun, að reyna að hræða skattgreiðendur þannig að þeir fyllist andúð á kjarabaráttu láglaunafólks. En formaður samninganefndar borgarinnar er í viðtali við Viðskiptablaðið og lesendur þess flestir sennilega á þessari línu, að fátt sé agalegra en að reynt sé að stöðva efnahagslega kúgun á láglaunakonum, sérstaklega ef að því fylgja skattahækkanir, sem er það versta í alheiminum fyrir vel sett fólk. Engu að síður er merkilegt að formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sem er undir stjórn flokks sem að kennir sig fyrst og fremst við jöfnuð skuli opinbera svo afturhaldssama hugsun. Sannleikurinn er sá að stigvaxandi rekstrarafgangur borgarinnar fram til ársins 2024 þýðir að Reykjavíkurborg gæti fjármagnað að fullu það tilboð sem að við lögðum fram. Það er nákvæmlega engin þörf fyrir neinar skatta eða gjaldskrárhækkanir. Engin. En það er aftur á móti geigvænleg þörf fyrir að leiðrétta kjör og aðstæður minna félagsmanna hjá borginni samstundis. Um það hljóta öll með heila að vera sammála.
Í gær sagði ég m.a. þetta á opna fundinum okkar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í stað þess að hegða sér eins og jafnaðarmennirnir og kvenréttindasinnarnir sem að þau segjast vera…

„Við hjá Eflingu höfum skoðað þær upphæðir sem að Reykjavíkurborg sparar á ári hverju í launakostnaði vegna þess að hún uppfyllir ekki lögbundna skyldu sína um að 66% starfsfólks leikskólanna skuli vera háskólamenntaðir leikskólakennarar, heldur rekur kerfið á vinnu láglaunafólks. Borgin hefur ekki viljað afhenda okkur þær tölur sem að hún býr yfir en samkvæmt útreikningum okkar sparast allt að 600 – 800 milljónir á ári í launakostnað. Og þessar upphæðir halda aðeins áfram að stækka. Við spyrjum: Hvert fóru þessar hundruð milljóna? Í hvað? Þær fóru ekki í að bæta starfsaðstæður. Þær voru ekki notaðar til að bæta kjör félagsmanna Eflingar sem að starfa á leikskólunum. Þær voru ekki notaðar til uppræta það samfélagsmein sem að láglaunastefnan er grimmilegt kerfi sem að gerir það að verkum að fullvinnandi fólk nær ekki að láta enda ná saman, nær aldrei að sleppa við fjárhagsáhyggjur.
Hvert fóru allar þessar milljónir?“

Þær fara greinilega m.a. í að tryggja rekstrarafgang. Í stað þess að hegða sér eins og jafnaðarmennirnir og kvenréttindasinnarnir sem að þau segjast vera og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að lagfæra hið óréttlætanlega ástand sem að fengið hefur að grafa um sig hegða borgaryfirvöld sér eins og forhert íhald: Það eina sem að skiptir máli er að skila nógu miklum rekstrarafgangi! Og þó að það sé gert með því að láta láglaunakonur bera þyngri og þyngri byrgðar á samt að láta sem að óbreytt ástand sé eina ástandið í boði.

Réttara sagt: Ég veit að okkur tekst það.

Höldum áfram:
Eftir að hafa notað skatta-grýluna til að benda á hversu hættuleg við séum ákveður formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar svo að taka dæmi um starfsfólk í ræstingum til þess að gera lítið úr málflutningi okkar og segir að það sé „í mörgum tilfellum á mun lægri launum en kollegar þeirra hjá hinu opinbera“. Þessari athugasemd frá henni svara ég með þessum orðum: Ég og félagar mínir settum mikinn tíma og orku í að reyna að breyta hinum stórkostlega hörmulega ræstingarkafla í almenna kjarasamningnum síðasta vetur. Við náðum í þeirri baráttu einhverjum árangri, en vilji atvinnurekenda var sannarlega ekki mikill. Þetta var erfiður slagur enda SA hæstánægt með þennan stórgallaða kafla. Hann byggir á hinu svokallaða „danska kerfi“ en er frábrugðin að þessu leiti: Í honum er álagsgreiðslum og aukagreiðslum þeim sem að tíðkast í danska kerfinu sleppt!
Einn helsti höfundur ræstingakaflans er fyrrnefndur formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar. Hún átti stóran þátt í að semja hann þegar hún var við störf hjá Eflingu. Að hún skuli núna vísa til hans til að grafa undan baráttu okkar finnst mér satt best að segja með ólíkindum ósvífið. En það er svo sem afskaplega margt með ólíkindum ósvífið í Reykjavíkurborg.

Það mun taka tíma og orku, samstöðu og baráttuvilja til að losa okkur undan þeim ófögnuði sem að samræmd láglaunastefna er.
En ég trúi því af öllu hjarta að okkur takist það á endanum. Réttara sagt: Ég veit að okkur tekst það.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: