- Advertisement -

„Hvert erum við eiginlega komin?“

„Ég segi bara: Næsta mál á dagskrá, takk fyrir.“

„Hvert erum við eiginlega komin í störfum þessa þings þegar við sitjum uppi með það að einn þingflokkur heltekur nánast þingsalinn og störf hins löglega kjörnu þingmanna?“

Það var Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki sem þannig talaði.

Hún sagði svo: „Ég fór ásamt hæstvirtum forseta í heimsókn til Svíþjóðar núna í síðustu viku þar sem við kynntum okkur hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Þar skrá þingmenn sig daginn áður á mælendaskrá og tala að hámarki í átta mínútur, að algeru hámarki í átta mínútur. Það er nefnilega svo að það málþóf sem verið hefur í þessum sal, bæði síðustu nótt og í síðustu viku, er nær einsdæmi í þjóðþingum. Það að nokkrir þingmenn geti haldið uppi umræðum, farið í andsvör, eða ég leyfi mér frekar að segja meðsvör við sjálfan sig, þar sem þeir halda uppi innantómu síendurteknu hjákátlegu sjálfshóli er engum til sóma.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Virðulegur forseti. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé full ástæða til að fara að skoða það að við beitum 71. gr. þingskapa. Það er nefnilega svo að þegar þingmenn hafa haldið fjórar, fimm, jafnvel sex ræður og fjölda andsvara þá kemur bara ekkert nýtt fram í málinu. Hér sat ég undir fjölda ræðna í gærkvöldi og það kom ekkert nýtt fram, ekki neitt. Miðflokkurinn er á móti því að innleiða þriðja orkupakkann. Það er ljóst. Ég segi bara: Næsta mál á dagskrá, takk fyrir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: