Fréttir

Hvert er þá hlutverk Framsóknar?

By Miðjan

January 16, 2021

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í snyrtilegu puntviðtali í Mogga morgundagsins. Leita þarf vel og lengi að nokkru fréttnæmu í viðtalinu. Þá er að leita að því sem er ekki sagt. Þar er Framsóknarflokkurinn.

Þegar Guðlaugur Þór er spurður um ríkisstjórnarsamstarfið og samskipti flokkanna, segit hann:

„Stutta sagan er þessi: Okkur hefur gengið jafnvel að sannfæra vinstri græn um ágæti okkar hugmynda og hugsjóna og þeim hefur gengið við okkur. Bara ekki neitt. En við náum málamiðlunum og gætum þess yfirleitt að ganga ekki of nærri samstarfsflokkunum.“

Þarna talar ráðherrann vissulega um stuðningsflokkanna í fleirtölu, en nefnir Framsókn ekki á nafn.