- Advertisement -

„Hvert er eiginlega vandamálið?“

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: „Það er talað um að við þurfum að taka upp vegatolla vegna minnkandi tekna ríkissjóðs af bensíni og ökutækjum. Í fjárlögum fyrir árið 2014, sem afgreidd voru í desember 2013, var gert ráð fyrir 17 milljörðum króna í vörugjald af bifreiðum og bensíni. Það eru um 18,7 milljarðar króna á núvirði. Í fjárlögum fyrir árið 2019, sem afgreidd voru um daginn, er gert ráð fyrir tekjum af vörugjöldum á ökutæki og bensín upp á 22,1 milljarð króna. Þessar tekjur hafa því vaxið um 30 prósent af raunvirði. Hvert er eiginlega vandamálið? Má ekki byrja að auka vegaframkvæmdir um þessa nýju rúmu 5 milljarða til að byrja með? Áður en xD er gefinn kostur á að einkavæða vegakerfið til Gamma?

Og annað: Hvernig stendur á því að þingmenn allra flokka þrástagast á „þeir borga sem nota“ í umræðu um almannaþjónustu og innviði, heilum tíu árum eftir að nýfrjálshyggjan hrundi. Eiga sjúklingar að borga fyrir heilbrigðisþjónustu, nemendur fyrir menntun o.s.frv.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: