Hversu lengi getur þessi aumingjagangur staðist?
Tekist er á um útlendingamálin. Í leiðara Moggans er fjallað um stöðu Íslands og fær ríkisstjórnin þar vænan skammt af skömmum. Hér eru niðurlag leiðarans:
Benda má á ummæli Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem segir „að nú beri á því að hælisleitendur komi hingað til lands með venesúelsk vegabréf, þrátt fyrir að vera frá öðrum löndum. Það hefur komið fram í erlendum fjölmiðlum að vegabréf frá Venesúela fáist keypt eftir ákveðnum leiðum. Það er áberandi að fólk kemur til landsins með nýútgefin, lögleg, venesúelsk vegabréf og það er fólk sem er kannski að þó nokkrum hluta ekki frá Venesúela, augljóslega, heldur frá öðrum löndum,“ segir dómsmálaráðherra og bætir við að vegabréfaviðskipti af þessu tagi séu alþjóðlegt vandamál.
Morgunblaðið hefur eftir heimildum, sem það telur áreiðanlegar, að allmargir flóttamenn sem sagðir eru frá Venesúela, í fölsuðum vegabréfum, hvort sem embættismenn í Venesúela eða annars staðar standi að þeim, komi hingað frá Sýrlandi og ekki sé talið að þeir hafi haft nokkra viðkomu í Venesúela. Íslensk yfirvöld af ýmsu tagi láti yfir sig ganga að hafa sig að fíflum.
Hversu lengi getur þessi aumingjagangur staðist?