- Advertisement -

Hversu gleyminn er Gulli?

Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar í Moggann í dag. Þar fjallar hann um sameiningu ríkisstofnanna. Hér er hluti greinarinnar:

„Það að fækka stofn­un­um og ná þannig fram auk­inni skil­virkni og hagræðingu sam­ræm­ist stefnu þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar. Í gegn­um tíðina hafa fjöl­marg­ir sett fram metnaðarfull mark­mið um að sam­eina stofn­an­ir, en raun­in er sú að lítið hef­ur gerst annað en að fyr­ir liggja skýrsl­ur um mik­il­vægi þess að sam­eina stofn­an­ir.“

Nú rifjast eitt og annað upp. Bíðum aðeins og leyfum ráðherranum aðeins meira:

„En af hverju er meira um skýrslu­gerð og minna um raun­veru­lega fram­kvæmd sam­ein­inga? Nú get­ur eng­inn haldið því fram að það væri skyn­sam­legt að hverfa frá þeim sam­ein­ing­um stofn­ana sem þegar hafa átt sér stað og færa þær í fyrra horf. Það sakn­ar eng­inn þess fjölda skatt­stjóra, toll­stjóra eða annarra for­stöðumanna rík­is­stofn­ana sem áður voru til staðar og eng­inn tal­ar í dag fyr­ir hug­mynd­um um að end­ur­vekja þau embætti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er ekki alveg rétt. Almúginn vill eflaust að skattrannsóknarstjóri, fjármálaeftirlitið og rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins verði endurvakin til síns fyrra lífs. Og vill alls ekki að Samkeppniseftirlitið verði veikt frekar eða að því verði hent.

Nei, það verður ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: