Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar í Moggann í dag. Þar fjallar hann um sameiningu ríkisstofnanna. Hér er hluti greinarinnar:
„Það að fækka stofnunum og ná þannig fram aukinni skilvirkni og hagræðingu samræmist stefnu þessarar ríkisstjórnar. Í gegnum tíðina hafa fjölmargir sett fram metnaðarfull markmið um að sameina stofnanir, en raunin er sú að lítið hefur gerst annað en að fyrir liggja skýrslur um mikilvægi þess að sameina stofnanir.“
Nú rifjast eitt og annað upp. Bíðum aðeins og leyfum ráðherranum aðeins meira:
„En af hverju er meira um skýrslugerð og minna um raunverulega framkvæmd sameininga? Nú getur enginn haldið því fram að það væri skynsamlegt að hverfa frá þeim sameiningum stofnana sem þegar hafa átt sér stað og færa þær í fyrra horf. Það saknar enginn þess fjölda skattstjóra, tollstjóra eða annarra forstöðumanna ríkisstofnana sem áður voru til staðar og enginn talar í dag fyrir hugmyndum um að endurvekja þau embætti.“
Þetta er ekki alveg rétt. Almúginn vill eflaust að skattrannsóknarstjóri, fjármálaeftirlitið og rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins verði endurvakin til síns fyrra lífs. Og vill alls ekki að Samkeppniseftirlitið verði veikt frekar eða að því verði hent.
Nei, það verður ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn.
-sme