- Advertisement -

Hversu bilað er að fjármálaráðherra skuli stæra sig af eigin vanrækslu?

Að hér sé heilbrigðiskerfi laskað af langvarandi vanrækslu?

Gunnar Smári skrifar:

„Og þá er gott að vita til þess að við höfum nýtt góðu tímana til þess að hafa svigrúm til að takast á við slíka tíma, án þess að hér fari allt á hliðina,“ segir Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra. Og vísar til hvers? Að hér sé heilbrigðiskerfi laskað af langvarandi vanrækslu? Grunnkerfi samfélagsins keyrð áfram af fólki sem margt hvert fær ekki laun sem duga fyrir framfærslu? Að tug þúsundir heimila búi við okurleigu á húsnæðismarkaði vegna þess að hið opinbera sinni ekki frumskyldu sinni um að trygga fólki ódýrt og öruggt húsnæði? Að skattbyrði fólks með lægri miðlungstekjur og lág laun séu hér hærri en í okkar heimshluta? Að vegir og aðrir innviðir séu í niðurníðslu? Að tekjuöflunarkerfi ríkis og sveitarfélaga séu löskuð eftir skattalækkanir til hinna ríku og hætt að stuðla að jöfnuði í samfélaginu? Að mikill fjöldi starfsfólks grunnkerfa samfélagsins hafi unnið undir slíku álagi vegna krafna um hagræðingu og sparnað að það er komið á örorku upp úr miðri starfsævi? Hversu bilað er það að fjármálaráðherra skuli stæra sig af þessu, að hann hafi þröngvað þessu í gegn til að geta rekið ríkissjóð án halla.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: