Já, hvers virði er þetta Icelandair? Ég veit að ég ræð engu um hvort eitthvað fólk láti sparipeningana mína í fyrirtækið eða ekki. Ekki frekar en þegar sparipeningarnir mínir voru settir í United Silicon. Þá hefði ég sag nei. Hefði ég verið spurður. Nú segi ég nei. Jafnvel þó ég sé ekki spurður.
Icelandair stendur ekki einu sinni við eigin orð og athafnir. Aflýsa flugferðum sem stjórnendurnir hafa sjálfir skipulagt. Það er ekkert að marka þetta fólk. Hvorki fyrr né nú.
Þetta er ekkert gamanmál. Icelandair hefur skipt okkur öll miklu máli. Nú skiptir það minna máli. Ekki síst þar sem stjórnendur félagsins hafa skaðað það svo mikið. Bæði með ömurlegum rekstri á uppgangstíma og svo með aðför að starfsfólki. Þeir hafa brennt upp allt það jákvæða sem félagið átti.
Ég get ekki sæst á að meira af mínum sparnaði sé settur í vonlausar delluhugmyndir. Eins og endurreisn Icelandair, Bakka, United Silicon og annað ámóta.
-sme