- Advertisement -

Hvers vegna styrkjum við þau ríku meira en hin fátæku?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur til einstaklings er 201.268 kr. á mánuði. Þau sem sækja um slíka aðstoð hafa engar aðrar tekjur, eru án atvinnu án þess að eiga rétt á atvinnuleysisbótum og eru hvorki á örorkubótum né fá eftirlaun frá Tryggingastofnun eða lífeyrissjóðum. Í fyrra fengu um 2600 manns slíka aðstoð, en mislengi; á hverjum tíma eru um það bil 1100 manns sem fá fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg. Öllum er ljóst að engin leið er fyrir einstakling að draga fram lífið á 201.268 kr. á mánuði, engin leið er að borga fyrir fæði, klæði og húsnæði fyrir þessa upphæð.

Þessi fjárhagsaðstoð til fátækustu Reykvíkinganna er líka miklum mun lægri en styrkur sveitarfélaganna til ríkustu íbúanna, þeirra sem njóta þess að útsvar er ekki innheimt af fjármagnstekjum. Ef við berum saman þau sem höfðu mestar fjármagnstekjur í fyrra þá er styrkur til hinna ríku þessi (innan sviga er hvað þetta fólk fékk mikla fjárhagsaðstoð í samanburði við hin fátæku sem leituðu til Reykjavíkurborgar til að eiga fyrir mat):

1.     Bergþór Jónsson: 320,7 m.kr. (133faldur fátækrastyrkur)

2.    Fritz Hendrik Berndsen: 318,8 m.kr. (132faldur fátækrastyrkur)

3.    Högni Pétur Sigurðsson: 163,8 m.kr. (68faldur fátækrastyrkur)

4.    Þórey Jónína Jónsdóttir: 79,3 m.kr. (33faldur fátækrastyrkur)

5.    Sigríður Vilhjálmsdóttir: 53,1 m.kr. (22faldur fátækrastyrkur)

6.    Höskuldur Tryggvason: 50,6 m.kr. (21faldur fátækrastyrkur)

7.    Grimur Karl Sæmundsen: 45,2 m.kr. (19faldur fátækrastyrkur)

8.    Herdís Hall: 41,0 m.kr. (17faldur fátækrastyrkur)

9.    Kjartan Páll Kjartansson: 38,1 m.kr. (16faldur fátækrastyrkur)

10.  Edda Hilmarsdóttir: 37,3 m.kr. (15faldur fátækrastyrkur)

11.  Eiríkur Ingvar Þorgeirsson: 35,4 m.kr. (15faldur fátækrastyrkur)

12.  Karen Olga Ársælsdóttir: 35,2 m.kr. (15faldur fátækrastyrkur)

13.  Þórður Magnússon: 27,1 m.kr. (11faldur fátækrastyrkur)

14.  Karl Steingrímsson: 26,5 m.kr. (11faldur fátækrastyrkur)

15.  Ólafur Eggertsson: 25,9 m.kr. (11faldur fátækrastyrkur)

16.  Gunnar I Hafsteinsson: 24,5 m.kr. (10faldur fátækrastyrkur)

17.  Sigurður Helgason: 24,2 m.kr. (10faldur fátækrastyrkur)

18.  Kristján Loftsson: 23,2 m.kr. (10faldur fátækrastyrkur)

19.  Hreggviður Jónsson: 23,0 m.kr. (9faldur fátækrastyrkur)

20. Árni Oddur Þórðarson: 22,4 m.kr. (9faldur fátækrastyrkur)


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: