- Advertisement -

Hvers vegna skálda þau kjarakröfurnar?

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Margir hafa hneykslast á því, að BB skuli hafa komið fram í sjónvarpi og farið með hreinar rangfærslur um kröfur verkalýðsfélaganna í launadeilunni. BB sagði, að farið væri fram á 60-85% launahækkun.

Þetta eru rakin ósannindi og það verður að gera kröfu til þess að BB biðjist afsökunar á þessum rangfærslum. Þjóðarleiðtogi getur ekki leyft sér að fara með slík ósannindi.

Vilhjálmur Birgisson varaforseti ASÍ leiðréttir rangfærslur um launakröfur verkalýðsfélaganna á eftirfarandi hátt:
Hér fyrir neðan er tilboð sem við gerðum Samtökum atvinnulífsins og þeim er fullkunnugt um það tilboð, en það hljóðaði uppá að allir launamenn sem taka ekki laun eftir lágmarkslaunatöxtum fengju 30.000 krónur hækkun og þeir sem væru á lágmarkstöxtum fengju 37.500 þetta gerir á fyrsta ári 13,9% .
Í lok samningstímans eftir þrjú ár væru laun þeirra sem eru á launatöxtum búin að hækka um 37.500 krónur eða sem nemur 112.500 krónum á þremur árum sem gera 42% ekki 85% eins og BB og SA halda fram.
Hvers vegna eru SA og fulltrúar stjórnar að skálda kjarakröfur Eflingar og annarra verkalýðsfélaga. Kröfurnar liggja hjá ríkissáttasemjara. BB getur séð þær þar. Ekki þarf að tvöfalda þær í meðförum eins og hann gerði í sjónvarpi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: