- Advertisement -

Hvers vegna setti rík­is­stjórn­in aft­ur á krónu á móti krónu skerðing­ar?

„Rík­is­stjórn­in setti aft­ur á krónu á móti krónu skerðing­ar. Hvers vegna? Bara til að geta skattað og skert verst settu elli­líf­eyr­isþeg­ana í sára­fá­tækt, svo þeir eigi enn síður fyr­ir mat eða lyfj­um,“ skrifar Guðmundur Ingi Kristinsson í Moggann.

„Það var sagt fyr­ir síðustu kosn­ing­ar að nú væri tími þeirra verst settu í okk­ar sam­fé­lagi kom­inn, þess­ir hóp­ar gætu ekki beðið leng­ur. En þeir bíða enn. Rík­is­stjórn eft­ir rík­is­stjórn hef­ur byggt upp þetta öm­ur­lega al­manna­trygg­inga­kerfi og viðhaldið því með aukn­um skerðing­um, sett inn þúsund krón­ur í keðju­verk­andi skerðinga­kerfið sem renna í gegn­um vasa ör­yrkja og eldra fólks og beint aft­ur í rík­is­sjóð. Það eina sem er eft­ir eru smáaur­ar í vasa þeirra verst settu ef það fólk er svo heppið,“ skrifar Guðmundur Ingi.

Næst segir hann: „Heil­brigðis­kerfið er á ystu nöf, biðlist­ar lengj­ast, mönn­un­ar­vandi og kuln­un í starfi er að verða stórt vanda­mál og þá hef­ur ekki enn verið samið við sjúkraþjálf­ara og tal­meina­fræðinga. Þá skora lækn­ar einnig á stjórn­völd að standa við nauðsyn­leg­ar aðgerðir og úr­bæt­ur í heil­brigðis­kerf­inu. Þá eru hjúkr­un­ar­heim­il­in einnig kom­in á ystu nöf vegna fjár­skorts og áhyggju­laust ævikvöld fjar­læg­ur draum­ur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: