- Advertisement -

Hvers vegna gildir annað um öryrkja?

KJ: „Það er gríðarlega mikilvægt að við náum þeirri heildstæðu breytingu.“

Jóhann Páll Jóhannsson.

Sem svo oft áður var sérstaða öryrkja til umræðu á Alþingi. Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort hún sé ósammála því að tekjur úr lífeyrissjóðum séu ekkert annað en frestaðar atvinnutekjur og að eðlilegt sé að meðhöndla þær tekjur með nokkuð sambærilegum hætti og aðrar atvinnutekjur? 

„Og jafnframt, af því að hæstvirtur forsætisráðherra nefndi öryrkja og það þyrfti að hvetja þá til virkni: Hvers vegna í ósköpunum fylgir þá ekki hækkun frítekjumarks atvinnutekna hjá öryrkjum núna um áramótin?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Katrín svaraði, sem ráðherrar gera einatt, að ekki sé hægt að bæta kjör öryrkja fyrr en búið verður að gera „…heildstæða breytingu á örorkulífeyriskerfinu.“ Sem þýðir sennilega að fátt verði gert í fyrirsjáanlegri framtíð.

Forsætisráðherra sagði: Háttvirtur þingmaður spyr þá af hverju ekki gildi það sama um örorkulífeyrisþega. Því er til að svara að ég tel mjög mikilvægt að við gerum heildstæða breytingu á örorkulífeyriskerfinu. Eins og háttvirtur þingmaður þekkir væntanlega er það kerfi í dag mjög flókið, býður upp á skerðingar milli ólíkra bótaflokka sem og skerðingar vegna atvinnutekna. Það er gríðarlega mikilvægt að við náum þeirri heildstæðu breytingu þannig að við getum í raun gert það sem ég þykist vita að háttvirtur þingmaður sé sammála mér um, þátt öryrkja til virkni án þess að þeir lendi í vandræðum með aðrar greiðslur sem þeir eiga rétt á.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: