Ellen Kristjánsdóttir skrifaði:
Það er margra mánaða biðlisti á Bugl – ungir krabbameinssjúklingar fá ekki góða þjónustu – sjálfsvíg hjá ungu fólki hefur aukist – og ungir fíklar sem hafa látist á árinu eru 40 (á sama tíma í fyrra voru þeir 30). Aldrei hefur verið jafn hræðilegt ástand í heilbrigðiskerfinu. Ég get ekki skilið af hverju sitjandi ráðherrar gera ekki eitthvað í þessum málum. Það er hræðilegt að hugsa til þess að mannslíf skuli ekki vera í forgangi í þessu litla ríka landi – húsnæði mætir líka afgangi. Kannski er það vegna þess að þeir sem stjórna þessu landi eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem hafa það alls ekki gott?