- Advertisement -

Hvers vegna, Áslaug Arna?

Hvers vega ætli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vilji og ætli að taka áhættuna á að fleiri Íslendingar verði áfenginu að bráð? Nóg er nú samt.

Ekki get ég svarað því. Ég get hins vegar velt ýmsu fyrir mér. Á nokkuð langri göngu án áfengis og ekki síður hinni myrku göngu áður veit ég ýmislegt. Bæði af eigin lífi og eins þess fólks sem var mér samferða áður og átökum og lífi þess sem eru mér samferða nú. Af sigrum og föllum.

Ég get velt ýmsu fyrir mér. Ég veit af langri reynslu af blaðamennsku að af til dúkka upp, oftast frekir karlar, sem vilja að fréttir verði skrifaðar út frá þeirra hag. Eins er víst að frekur karlar reyni eins, og jafnvel enn frekar, að ná sínu fram í gegnum ráðherra. Miklir hagsmunir eru undir. Milljónir og aftur milljónir.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kátri Stefánsson:
Þess vegna verður þú annað hvort að hætta við frum­vörpin eða finna þér nýja vinnu.

Má vera að dómsmálaráðherrann sé að láta undan frekum körlum. Hagsmunum þeirra? Og ef svo er, hverju á þá að fórna?

Kári Stefánsson skrifar fína grein í dag og segir þar:

„Í stað þess að gegna skyldum þínum hyggstu nýta þér em­bættið sem fylgja þessar skyldur til þess að auka líkur á al­var­legum um­ferðar­slysum, of­beldis­glæpum og heimilis­of­beldi. Þetta eru mis­tök sem ættu að flokkast sem al­var­leg em­bættis­af­glöp, nema þetta sé ein­fald­lega glæpur. Það sam­rýmist engan vegin em­bætti dóms­mála­ráð­herra að leggja fram frum­vörp til laga sem auka líkur á því að lög séu brotin. Þess vegna verður þú annað hvort að hætta við frum­vörpin eða finna þér nýja vinnu.“

Dómsmálaráðherrann stendur frammi fyrir vali. Annars vegar að láta undan þrýstingi, vegna skoðana eða hagsmuna, og hins vegar hvort taki eigi áhættuna á því sem Kári taldi upp hér að ofan.

Kári vill refsa Áslaugu Örnu:

„Ég ætla að leggja það til við for­sætis­ráð­herra að refsing þín fyrir þessar á­ætlanir Ás­laug Arna verði sú að þú sért skikkuð til þess að vinna eina viku á Vogi, sitja þar fundi og anda að þér angistinni hyldjúpu sem fylgir þeim sem eru að takast á við al­var­legan alkó­hól­isma og aðra fíkni­sjúk­dóma.“

Ekki veitti af.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: