Gunnar Smári skrifar:
Það mætti fjármagna þær tillögur sem Stefán leggur til með því að hækka tekjuskatt fyrirtækja upp í það sem er í Þýskalandi, því kapítalíska samfélagi þar sem rekstur fyrirtækja er talin nánast heilög iðja. Hvers vegna ættum við ekki að skattleggja fyrirtæki með sama hætti og Þjóðverjar? Hvers vegna ættum við að gefa eigendum fyrirtækja skattaafslátt en halda 1/3 eftirlaunafólks við hungurmörk? Hvers konar samfélag er það sem tekur slíkar ákvarðanir?