„Síðustu áratugi hefur áróður flestra flokka, og sumir segja allra, þótt nokkur munur sé á, snúist um að sannfæra kjósendur um að þeirra frambjóðendur myndu færa þeim ríkisfé á silfurfati kæmust þeir að. Auðveldasta leiðin til þess að efna þetta loforð eftir efni þess væri auðvitað sú að lækka skatta á þá sem greiða skatta, enda ekkert ríkisfé til. Stjórnmálamenn hafa aðeins úr peningum almennings að spila.“
Þetta skrifar Davíð í Reykjavíkurbréf morgundagsins.
Ekki galinn leikur hjá ritstjóranum. Nú getur hver og einn rifjað upp og svarað hverjir eigi sneiðina.
Óli Björn sem fyrir fáum dögum rifjaði upp þreytt „loforð“ um að senda ríkisbankana til allra landsmanna?
Eða Sigmundur Davíð og Bjarni þegar Sigmundur Davíð lofaði að senda um 80 milljarða til vel stæðra Íslendinga, og Bjarni framkvæmdi, gegn eigin vilja?