- Advertisement -

Hvernig væri að einfalda almannatryggingakerfið?

„Ég auglýsi hér með eftir ríkisstjórn sem er tilbúin til að afregluvæða í þágu almennings um leið og umgjörð fjármálakerfisins er styrkt.“

Álfheiður Eymarsdóttir á Alþingi í dag:

„Nú heyrast háværar raddir um afregluvæðingu fjármálakerfisins. Í þessu skyni sáust sem dæmi tveir hæstvirtir ráðherrar í fjölmiðlum nýverið henda miklu reglugerðarfargani í ruslið. Fréttir bárust svo af því að fákeppni yrði gert hærra undir höfði með afregluvæðingu í samkeppnismálum. Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp hæstvirts iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni og lýst því sem blautum draumum fákeppnismógúla.

Mér finnast þessar fréttir af nauðsyn afregluvæðingar fjármálakerfisins í fullkominni þversögn við fjármála- og efnahagsráðherra sem talar um sterkt regluverk og umgjörð um fjármálakerfið í samhengi við sölu bankanna. Á opnum fundi um veru Íslands á gráum lista FATF vegna ónógra ráðstafana vegna peningaþvættis mátti skilja á sama ráðherra að við ættum alls ekki heima á listanum, þetta væri allt byggt á misskilningi og að slælegu verklagi FATF væri um að kenna en ekki skorti á regluverki hérlendis. Mér finnst hins vegar augljóst að umgjörð fjármálakerfisins er stórlega ábótavant. Ráðstafanir gegn fákeppni og peningaþvætti, skortur á gagnsæi um eignarhald fyrirtækja, kennitöluflakk og fleiri dæmi um skort á skýrum reglum og eftirliti með fjármálakerfinu hérlendis benda ekki til þess að frekari afregluvæðing fjármálakerfisins sé nauðsynleg.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Ég auglýsi hér með eftir ríkisstjórn sem er tilbúin…

Hvernig væri frekar að afregluvæða almenning? Hvernig væri t.d. að einfalda almannatryggingakerfið og heilbrigðiskerfið? Hvernig væri að hanna kerfi til að auka athafnafrelsi einstaklinga, styrkja umgjörð þeirra sem minna mega sín, tryggja viðunandi heilbrigðisþjónustu án notendagjalda og koma á lyfjaniðurgreiðslukerfi sem einhver skilur? Regluverkið fyrir velferð almennings er þvílíkur frumskógur að það þarf oftast sérmenntaðan sérfræðing til að skilja það.

Ég auglýsi hér með eftir ríkisstjórn sem er tilbúin til að afregluvæða í þágu almennings um leið og umgjörð fjármálakerfisins er styrkt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: