Hvernig líst þeim sem vinna „svart“ á það?
Þetta er snargalið. Það er fáránlegt að sá sem er svikinn verðlauni svikarann.
Ragnar Önundarson skrifar:
Norðmenn miða rétt til viðbótarellilífeyris úr ríkissjóði við SKATTGREIÐSLUR manna. Á því er samt „þak“. Allir hafa samt sama grunnlífeyri, 90 þús. norskar á ári, (rétt um 1,4 millj. íslenskar).
Hvernig líst þeim sem vinna „svart“ á það? Kannski gefur enginn slíkur sig fram, en það er athyglisvert að hér hossa menn skatt- og lífeyrissvikurum með því að þeir fá allt það sama og aðrir. Svo rýrum við lífeyri þeirra sem sparað hafa í lífeyrissjóði, en ekki eytt öllu jafnóðum. Þetta er snargalið. Það er fáránlegt að sá sem er svikinn verðlauni svikarann.