Hvernig Kínverjar göbbuðu heiminn?
Kína er efnahagslegt stórveldi. Meðan Vesturlönd glímdu við kreppu fóru Kínverjar geyst, þeir lánuðu, fjárfestu og stækkuðu eigin efnahag, en þeir búa við annað stærsta efnahagskerfi veraldar. Aðeins Bandaríkin eru þeim stærri hvað þetta varðar.
Meðan kreppan þrengdi að flestum ríkjum heims var uppbygging víða í Kína. Vöxtur Kína á liðnum áratugum er ótrúlegur.
Hér er ný heimildarmynd um þensluna í Kína. Spjótunum er einkum beint að borginni Wuhan og uppbyggingunni þar. Segja má að á köflum séu upplýsingarnar sem koma fram í myndinni nánast óraunverulegar. Og það er spurt, hvert stefnir Kína? Komast Kínverjar frá efnahagslegu hruni? Og mun gamla Kína hverfa?
Heimildarmyndin er 60 mínútur á lengd.
– HSK