- Advertisement -

Hvernig er minnið?

Björn Birgisson skrifaði:

Þegar allt hrundi haustið 2008 þá vissu sumir meira en aðrir um það sem í vændum var.

Þá vitneskju máttu þeir ekki láta leka út og ekki gera vinum og flokkssystkinum viðvart um það sem í vændum var.

Opinberlega fæddi þessi viðkvæma staða af sér einn innherja – mann sem misnotaði vitneskju sína.

Sjálfan ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, Baldur Guðlaugsson og hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm.

Ólafur Börkur Þorvaldsson, einn fulltrúa Sjalla í Hæstarétti vildi sýkna Baldur og kom það engum á óvart!

Segja má að þarna hafi Baldri verið fórnað fyrir hönd allra hinna innherjanna – sem vitaskuld voru fjölmargir.

**********

Meðal þeirra sem sóru af sér innherjastimpilinn var Bjarni Benediktsson – sem þó tók ágætlega til í sínum fjármálum rétt áður en allt hrundi!

Það gerði faðir hans, Benedikt Sveinsson, líka skömmu eftir að hinn dæmdi ráðuneytisstjóri seldi bréfin sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna.

Benedikt komst upp með að koma um 500 milljónum úr Sjóði 9 hjá Glitni í skjól í Florida 11 dögum fyrir Guð blessi Ísland boðskap Geirs Haarde – en söluhagnaður Baldurs var gerður upptækur með dómi!

Ólík örlög það!

Er minnið ekki í góðu lagi?

Kvittunin sem er birt hér að neðan var hluti af upplýsingalekanum sem varð úr þrotabúi Glitnis – lekanum sem þeim sem voru í feluleik tókst að fá sett lögbann á – það er lögbann á birtingu gagnanna.

Því lögbanni var síðar aflétt með dómi.

Jæja.

Ætli Baldur Guðlaugsson hafi nokkuð verið eini innherjasvikarinn í aðdraganda hrunsins?


Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: