Gunnar Smári:
Og hvað veldur því ritstjórnir allra fjölmiðla telja að ómögulegt sé að tala um pólitík án þess að einhver varðhundur úr Valhöll hafi hemil á umræðunni?
Frábært, enn einn umræðuþátturinn um stjórnmál þar sem spyrillinn er innvígður og innmúraður Sjálfstæðisflokksmaður. Hverjum datt í hug að það vantaði meira af slíku? Og hvað veldur því ritstjórnir allra fjölmiðla telja að ómögulegt sé að tala um pólitík án þess að einhver varðhundur úr Valhöll hafi hemil á umræðunni? Það kæmi mér ekki á óvart að pólitísk umræða í Kínverska sjónvarpinu væri fjölbreytilegri en hér í alræði auðvaldsins.
Kannski ættum við að ræsa Samstöðina upp, búa til vettvang um pólitíska umræðu sem er laus undan þessu oki.