Greinar

Hverju þykist Bjarna ráða?

By Miðjan

July 20, 2019

Sigurjón Magnús Egilsson skrifar.

Bjarni Benediktsson hefur leiðrétt sögusagnir um að stjórnmálaferill hans sé brátt á enda. Þetta er nokkuð sem Bjarni ræður minnstu um. Hann er að sigla Sjálfstæðisflokknum í strand. Hann ræður því ekki hvort og hversu lengi hann verður formaður gamla valdaflokksins.

Bjarni er sá ræður mestu í valdstjórninni. Það dugar ekki ef flokksfólk Sjálfstæðisflokksins og kjósendur spyrna við fótum. Það er í valdi þess fólks hvort það vilji hafa Bjarna áfram eða ekki. Ef ekki, þá víkur Bjarni. Einfaldara verður það ekki.

Bjarni er hrunmeistari. Í hans formennskutíð hefur hið sögulega gerst að Sjálfstæðisflokkurinn er að verða millistór flokkur. Hefur misst drjúgan hluta fylgisins.

Fjarri er að halda að orkupakkamálið skipti þar öllu. Aldeilis ekki. Icesave, Bjarni og Panama, þungarrofið og margt fleira er nefnt til.

Bjarni á allt undir öðru fólki. Hann ræður ekki eigin pólitískri framtíð sinni.