- Advertisement -

HVERJIR EIGA LÍFEYRISSJÓÐINA?

Gunnar Smári skrifar:

Vald verkalýðsins yfir eign sinni sem geymd er í lífeyrissjóðum mun verða eitt af átakamálum næstu mánaða og missera. Af því tilefni er ágætt að rifja upp skilning forystu verkalýðshreyfingarinnar sem kom að samningum um sjóðina 1969 um að vera fulltrúa fyrirtækjaeigenda í stjórn sjóðanna væri aðeins til bráðabirgða.

Þetta viðhorf sést ágætlega og er vel rökstutt í þessum opna bréfi nokkurra talsmanna verkalýðslýðsfélaga á Norðurlandi til Jóns H. Bergs, formanns Vinnuveitendasambandsns, frá 1973. Ég hvet ykkur til að lesa það:
HVERJIR EIGA LÍFEYRISSJÓÐINA?
Opið bréf til Jóns H. Bergs, formanns Vinnuveitendasambands Islands, frá 17 formönnum verkalýðsfélaga á Norðurlandi
Herra formaður, svo sem yður er kunnugt hafa orðið nokkrar umræður um málefni lífeyrissjóða, undanfarna mánuði. Meðal annars hafa samtök yðar ályktað um þau mál á aðalfundi sinum og eftir því sem fram hefur komið í málgagni Vinnuveitendasambandsins hafið þér gert málefni sjóðanna að umtalsefni í ræðu yðar á fyrrgreindum fundi.
Svo sem gefur að skilja hefur margt komið fram í þessum umræðum er varðar lífeyrissjóðina, en meðal þeirra atriða, sem hvað mesta þýðingu hafa er sú eðlilega skoðun verkalýðshreyfingarinnar að sjóðirnir séu skilyrðislaus eign verkalýðsins sjálfs, þeirra sem skapað hafa þá fjármuni sem í þeim eru. Þetta viðhorf hefur verið sett fram i ræðu og riti af ýmsum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu án þess að Vinnuveitendasambandið hafi séð ástæðu til þess að mótmæla því, eða að draga réttmæti þess í efa.
Eins og yður er kunnugt sömdu verkalýðsfélögin og atvinnurekendur um stofnun sjóðanna hinn 19. maí 1969. Þá var samið um að tillag til sjóðanna skyldi verða 10% af launum fólks. Af þessari greiðslu samþykktu launþegar að greiða 4% en afganginn féllust atvinnurekendur á að greiða.
Samningar af þessu tagi eru ekki óvanalegir, þ.e.a.s. að vinnuveitendur greiði hluta af launum fólks til tiltekinna sjóða. Þannig eru til dæmis sjúkrasjóðirnir til komnir. Má í því sambandi minna á að þegar um þá var samið stóð verkamönnum til boða hærra kaup i stað greiðslunnar til sjúkrasjóðsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessu var hafnað og tillagtekið (1%) til sjóðs viðkomandi verkalýðsfélags í staðinn. Hið sama gildir um orlofssjóðina. Þar er einnig um það að ræða að launþegar taka hluta af umsömdum launum sinum (0,25%) í þá. Með öðrum orðum: Greiðslur til sjóða launþega, sem atvinnurekendur inna af hendi, eru hluti af þeim launum sem menn fá fyrir vinnu sina, þær eru kaupauki, — þ.e. til viðbótar útborguðu kaupi taka menn laun fyrir vinnu sina í formi gjalds til tiltekins sjóðs. Því hlýtur að fara svo með kaupaukann sem önnur laun að honum ráða menn eins og hinu útborgaða kaupi. Það er þess vegna sem engum heilskyggnum verkamanni dettur i hug að láta af hendi stjórnunarrétt yfir orlofs- og sjúkrasjóðunum til annarra en rétt kjörinna fulltrúa sinna í verkalýðsfélögunum.

Eins og yður rekur vafalaust minni til, var það krafa frá þeim samtökum sem þér nú veitið forstöðu að vinnuveitendur fengju sæti i stjórnum lífeyrissjóðanna. Hvorugur samningsaðili vildi fallast á meirihluta hins aðilans. Niðurstaðan úr því þrátefli varð sú helmingaskipta regla, sem enn er við lýði.
Þó svo að verkalýðshreyfingin sætti sig þá við þetta fyrirkomulag hefur margsinnis komið fram af hennar hálfu, að hér væri einungis um bráðabirgðaástand að ræða sem hún myndi ekki una við til lengdar.
Í ræðu þeirri sem þér fluttuð á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins og birtist í „Vinnuveitandanum“ 2. tbl. 1973, bentuð þér félögum yðar á að muna vel eftir lánamöguleikum sem myndu opnast handa fyrirtækjunum þegar sjóðirnir eflast Þessi ummæli yðar benda til þess að þér reiknið með óbreyttu ástandi í stjórnum sjóðanna um langt árabil. Hér sem oft áður stangast sjónarmið atvinnurekenda og verkalýðs álgeralega á vegna þess að hagsmunirnir eru andstæðir.
Vegna þess sem að framan greinir höfum við undirritaðir, formenn verkalýðsfélaga á Norðurlandi ákveðið að senda yður þetta opna bréf og leggja fyrir yður þrjár spurningar. Við höfum valið þessa leið vegna þess að við álitum að hér eigi ekki að vera um neitt launungarmál að ræða, heldur beri að ræða það fyrir opnum tjöldum.
Spurningarnar eru þessar:

  1. Teljið þér að vinnuveitendur eigi í lífeyrissjóðunum umfram það sem þeir kunna að eiga sem einstaklingar og sjóðfélagar?
  2. Ef svo er, gildir þá ekki að yðar mati hið sama um aðra sjóði verkalýðshreyfingarinnar, sem atvinnurekendur greiða tillag til?
  3. Ef þér hins vegar teljið að verkalýðshreyfingin ein eigi þessa sjóði, hver eru þá rök yðar fyrir því að atvinnurekendur haldi sætum sinum i stjórnum lífeyrissjóðanna?

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: