- Advertisement -

Hvergi í Evrópu eru fleiri en þúsund smit

Gunnar Smári skrifar:

Ekkert Evrópuland er með fleira en 1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa. Í dag verður því enginn undantekningarlaust skikkaður í sóttvarnahús.

Sex lönd eru með milli 750-1000 smit á síðustu 14 dögum á hverja 100 þúsund íbúa: Ungverjaland (861), Pólland (840), Kýpur (774), Eistland (770), Svíþjóð (770) og Frakkland (762). Ekkert flug kemur frá þessum löndum til Keflavíkur á morgun en vél er ráðgerð frá Stokkhólmi á fimmtudag. Farþegar úr þeirri vél verða skikkaðir í sóttvarnahús og verða vera þar nema þeir geti sýnt fram á að þeir geti dvalið annars staðar í sóttkví við viðunandi aðstæður.

Í dag er fjöldi smita á Íslandi síðustu 14 daga á hverja 100 þúsund íbúa 23. Það er það lægsta í Evrópu. Á morgun koma vélar frá Bretlandi þar sem þetta hlutfall er 50, Hollandi þar sem hlutfallið er 564, Danmörku þar sem hlutfallið er 165 og Spáni þar sem hlutfallið er 210. Auk vélarinnar frá Svíþjóð koma vélar frá Hollandi á fimmtudaginn (564) og Þýskalandi þar sem hlutfallið er 276.

Þær breytingar sem ríkisstjórnin kynnti hefur því lítil áhrif næstu daga. Enginn sem getur vísað á viðunandi stað til sóttkvíar verður skyldaður á sóttkvíarhótel. Og fólk sem er að koma frá löndum þar sem smit eru allt að 25 sinnum algengari en hér mun ekki mæta harðari aðgerðum á landamærum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: