- Advertisement -

Hverfaráðum haldið sofandi

- segir minnihlutinn. „Skýrsla um framtíðarsýn fyrir hverfisráðin hefur verið í vinnslu og umsagnarferli,“ segir meirihlutinn. Stefnt er að stofnun stýrihóps.

„Allt skipulag meirihlutans hvað varðar hverfisráð Reykjavíkur er í molum,“ segir í upphafi bókunnar Vigdísar Hauksdóttur í borgarráði í dag.

„Hverfisráð Reykjavíkurborgar hafa ekki verið að störfum og verið haldið sofandi frá upphafi kjörtímabilsins,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

„Á fyrsta borgarstjórnarfundi þessa kjörtímabils samþykkti borgarstjórn að fresta kosningum í öll hverfisráð Reykjavíkurborgar til áramóta 2018-2019 og jafnframt leysa sitjandi hverfisráð frá störfum,“ segir í bókun meirihlutans.

„ Þetta fyrirkomulag er algjörlega fordæmalaust og algert einsdæmi í allri stjórnsýslu,“ sagði Vigdís og fulltrúar Sjálfstæðisflokks, sögðu: „.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: . Það er ekki nóg að tala um aukið íbúalýðræði á tyllidögum meðan á sama tíma er verið að skerða aðkomu íbúa að ákvörðunartöku um ýmis brýn hagsmunamál. Hvernig hverfa ráð?“

Meirihlutafólkið vitnaði eigin meirihlutasáttmála, en þar kemur fram að hverfisráðin verði endurskoðuð með skilvirkni, eflingu lýðræðis og bætt samstarf við íbúa að leiðarljósi.

„Skýrsla um framtíðarsýn fyrir hverfisráðin hefur verið í vinnslu og umsagnarferli. Endanlegar tillögur verða unnar á vettvangi mannréttinda- og lýðræðisráðs og lagðar fyrir borgarstjórn fyrir lok þessa árs. Á næsta fundi mannréttinda- og lýðræðisráðs er stefnt að því að skipa stýrihóp sem vinna mun málið áfram og skoða álitamál og mismunandi tillögur skýrslunnar í samráði við borgarbúa. Það er stefnt að því að þessari vinnu verði lokið í nóvember. Ekki var það talið lýðræðislegt ef borgarstjórn hefði einhliða tekið ákvörðun um hvernig skipa ætti í hverfisráðin og því er lögð áhersla á að vinna þetta í samráði við borgarbúa í hverfunum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: