- Advertisement -

Hver verðleggur náttúruna?

Sprengisandur Miðjan birti í gær, fyrri hluta viðtals, sem við dr. Brynhildi Davíðsdóttur  sem er bæði hagfræðingur og líffræðingur.  Viðtalið var tekið fyrir þáttinn Sprengisandur á Bylgjunni. Hér er seinni hluti viðtalsins.

Í viðtalinu er komið víða við. Meðal annars segir Brynhildur:

„Við þurfum að taka upp einhverskonar aðrar mælistikur á hvert hagkerfið okkar er að stefna. Ekki einungis einblína á þjóðarframleiðslu eða hagvöxt heldur einnig reyna að koma með aðrar mælistikur sem meta, það sem við köllum, hagsæld.“

Brynhildur kemur víða við, hér er annað brot úr viðtalinu:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við horfum á vatnsföllin okkar og horfum á virði þeirra í megavöttum, eða kílóvattstundum. Það er gríðarleg einhæf sýn á þá miklu auðlind sem vatnsföllin okkar eru. Á hinn bóginn þá verður að segjast að þjónusta náttúrunnar er engan veginn verðlögð, eða hún kemur hvergi inn í okkar markaðshagkerfi. Þá verður mikilvægi auðlindanna og þjónusta náttúrunnar oft útundan þegar við erum aðtaka ákvarðanir.“

Brynhildur segir að við stöndum flestum þjóðum framar með nýtingu á okkar grænu orku. En á öðrum sviðum er aðra sögu að segja. „Það er tvennt sem ég vil taka til. Við höfum ekki nægjanlega tekið tillit til þes sem við köllum þjónusta náttúrunnar, þegar við erum að meta hvað við ætlum að gera við vatnsföllin okkar eða þær auðlindir sem við höfum og þar af leiðandi höfum við ekki fengið heilstæða sýn hvort við erum að fá meira, eða tapa meiru fyrir minna. Það er númer eitt og númer tvö er, að hjá okkur er gríðarlegur úrgangur frá Íslendingum. Neysla okkar er mjög mikil og meiri hjá íslenskum fjölskyldum en í flestum öðrum löndum.“

 

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: