- Advertisement -

Hver var hleraður og hversu oft?

Helgi Hrafn Gunnarsson hefur lagt fram fyrirspurn með átta forvitnilegum spurningum. Það kemur í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýs dómsmálaráðherra, að svara spurningunum.

En þær eru þessar:

  • 1.      Hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2014, flokkað eftir mánuðum og tegund brota sem til rannsóknar voru?
  •      2.      Hversu oft á framangreindu tímabili hefur heimild verið veitt til símahlustunar á grundvelli laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, sundurgreint eftir þeim tegundum brota sem til rannsóknar voru, dómstólum sem veittu heimildina og lagaákvæðum sem vísað var til við rökstuðning beiðni?
  •      3.      Hversu oft hefur verið synjað um heimild til hlerunar, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru, dómstólum og ástæðum synjunar ef þær liggja fyrir?
  •      4.      Hversu lengi stóð hlerun yfir í hverju tilviki, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru og dómstólum?
  •      5.      Hversu oft voru tveir eða fleiri einstaklingar hleraðir vegna sömu rannsóknar, sundurgreint eftir tegundum brota sem til rannsóknar voru, fjölda einstaklinga hverju sinni og dómstólum?
  •      6.      Í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt var sá sem var hleraður ekki ákærður eða sýknaður ef ákært var, sundurliðað eftir brotategundum og dómstólum?
  •      7.      Í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt gagnvart öðrum en grunuðum sakborningi var hinn grunaði ákærður eða sýknaður ef ákært var, sundurliðað eftir brotategundum og dómstólum?

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: