- Advertisement -

Hver mun reka borgarlínuna?

Hvers lags farartæki er hér um að ræða? Sporvagn, hraðvagnar á gúmmíhjólum, annað?

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins:

„Það er eitt sem er alveg víst í sambandi við borgarlínu og það er að þeir sem koma á bílum í bæinn og víða annars staðar verða skattlagðir enn frekar með svokölluðum flýti- og umferðargjöldum. Í samkomulagi ríkis og 6 sveitarfélaga um borgarlínu eru flýti- og umferðargjöld nefnd oft á blaðsíðu.

Sífellt er verið að sýna tölvuteiknaðar myndir af glæsileika borgarlínu, breiðar götur, engir bílar, allt eitthvað sem á að heilla fólk og sannfæra það um að borgarlína leysi allan vanda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í borgarráði fyrr á árinu óskaði ég eftir að fá svör við eftirfarandi spurningum en engin svör hafa borist enn:

  • 1. Hvar á götunni á borgarlínan/vagnarnir að aka? Á miðri götu eða hægra megin?
  • 2. Hvers lags farartæki er hér um að ræða? Sporvagn, hraðvagnar á gúmmíhjólum, annað?
  • 3. Hversu margir km. verður línan?
  • 4. Hvað þarf marga vagna í hana?
  • 5. Á hvaða orku verður hún keyrð?
  • 6. Hver á að reka hana? Strætó? Ríkið? Sveitarfélög? Allir saman? Aðrir?
  • 7. Hvar er hægt að sjá rekstrar- og tekjuáætlun borgarinnar fyrir borgarlínu?
  • 8. Hvað myndi kannski kosta að reka 400 til 500 vagna?
  • 9. Hvað þýðir þetta í skattaálögum á almenning?“

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: