Fréttir

Hver fer með utanríkisstefnu Íslands?

By Miðjan

March 24, 2014

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, spurði frosætisráðherra á Alþingi fyrr í dag, hver fari með utanríkisstefnu Íslands og sagði að sér þætti forseti Íslands gera það oft og nefndi sérsaklega þegar foresti Íslands fann að því þegar fulltrúi Norðmanna vildi ræða ástandið í Úkraníu, á fundi um norðurslóðir.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði utanríksiráðherra, ríkisstjórn og Alþingi fara með utanríkisstefnuna þjóðarinnar. Birgitta var ekki sátt og sagðist vilja að forsætisráðherrann ætti orðasta við forseta vegna framgöngu þess síðarnefnda.

Hér er svo svar Sigmundar Davíðs.