- Advertisement -

Hver eru forrréttindi United Silicon?

- iðnaðarráðherra hafði fá svör á þingi í dag.

Einar Brynjólfsson.
Hversu háar upphæðir er hér um að ræða hingað til af þeim 506 milljónum sem United Silicon hefur hlotið í ívilnanir?“

„Þann 9. apríl 2014 gerði þáverandi ríkisstjórn ansi magnaðan samning við fyrirtækið United Silicon í Reykjanesbæ. Þessi samningur var í ljósi sögunnar kannski ekkert sérstaklega magnaður fyrir íbúana í Reykjanesbæ, en hann var þeim mun magnaðri fyrir þá sem eiga United Silicon. Þar er nefnilega að finna ýmis verulega safarík ákvæði, svo ég noti það orðalag, um afslætti og ívilnanir af ýmsu tagi, kemur fram að fyrirtækið skuli greiða 15% tekjuskatt, sem er lægra en gengur og gerist, að almennt tryggingagjald skuli vera 50% lægra en önnur fyrirtæki þurfa að greiða, fasteignaskattur skuli vera 50% lægri, gatnagerðargjald 30% lægra o.s.frv.“

Þannig mæltist Einari Brynjólfssyni Pírata á Alþingi í dag, þegar hann spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur iðnaðarrráðherra um United Silicon á ívilnanir til þess.

„Hámark styrkhæfrar ríkisaðstoðar samkvæmt ákvæðum 5. og 6. gr. samnings þessa skal vera 484,8 milljónir íslenskra. Þetta er, uppfært til dagsins í dag, 506.527 þús. kr., ef eitthvað er að marka reiknivél Hagstofu Íslands. Því leyfi ég mér að spyrja hæstvirtan ráðherra: Hversu háar upphæðir er hér um að ræða hingað til af þeim 506 milljónum sem United Silicon hefur hlotið í ívilnanir?“

Ráðherra veit ekki

„Ég þakka hæstvirtum þingmanni fyrirspurnina. Ég segi það hér að ég veit ekki hver þessi tala er, en biðla til þingmannsins að annaðhvort senda óformlegt erindi til mín eða ráðuneytisins eða óska eftir skriflegri fyrirspurn til skriflegs eða munnlegs svars þar sem er hægt að taka þetta saman. En ég hef ekki svar á reiðum höndum,“ sagði iðnaðarráðherra.

Þakka svar, sem var ekkert svar

„Ég þakka ráðherranum svarið sem þó var ekki svar. Í framhaldi af því langar mig að beina annarri spurningu til hennar sem snýr að ákvæði 19. gr., 2. tölulið. Hann snýr nefnilega að skýrslugjöf. Það kemur fram, með leyfi forseta:

Einar hélt áfram: „Til tryggingar á réttri notkun ívilnana skv. samningi þessum ber félaginu að senda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti árlega skýrslu um framvindu fjárfestingarverkefnisins, hlut ívilnunar í framgangi þess, samtals fjárhæð veittrar ríkisaðstoðar á undanförnu ári og tilgreiningu á annarri starfsemi aðila ef einhver er. Þessi samningur var undirritaður fyrir þremur árum og samkvæmt því ættu að vera komnar þrjár skýrslur í hús til ráðherra. Ég spyr: Hefur þeim skýrslum ekki verið skilað? Eru þær opinberar eða þarf að fara fjallabaksleið til þess að komast í þær?“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
„Ef skýrslum á að hafa verið skilað þá vona ég að þeim hafi verið skilað.“

Ráðherra hefur engar skýrslur séð

„Ég hef a.m.k. ekki orðið vör við skýrslu sem hefur komið inn í ráðuneytið frá því að ég tók þar sæti,“ sagði Þórdís iðnaðarráðherra. „Ef skýrslum á að hafa verið skilað þá vona ég að þeim hafi verið skilað. Hafi þeim ekki verið skilað þá er það ákveðið vandamál. Hvernig umgjörðin um þessi skýrsluskil er þekki ég ekki. Ef það er ekki einhver sérstakur trúnaður um skýrsluskilin þá vona ég að þær séu annaðhvort á heimasíðu ráðuneytisins eða a.m.k. falla þær mögulega undir upplýsingalög og það er þá hægt að óska eftir þeim. Ef ekki gildir ekki sérstakur trúnaður um þær er sjálfsagt að eiga frumkvæði að því sjálf að birta þær eða koma með þær. Að öðru leyti hvernig þessi fjárfestingarsamningur er í nákvæmari atriðum þekki ég ekki. Hvort þessu hefur verið skilað árið 2015 væntanlega og 2016, fyrir mína tíð, þá hef ég a.m.k. ekki fengið upplýsingar um það. En ég hef svo sem ekki fengið upplýsingar um það, hvorki af eða á.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: