- Advertisement -

Hver er staðan á Íslandi?


Sigurjón Þórðarson skrifar:

Á Íslandi ofsækir Samherji blaðamenn sem fjalla um fyrirtækið með gagnrýnum hætti og sett er af stað áróðursherferð gegn þeim fjölmiðlum þar sem þeir starfa.

Á Íslandi hótaði Samherji að leggja niður fiskvinnsluna á Dalvík þegar Seðlabankinn hóf rannsókn á starfsemi Samherja.

Á Íslandi var Seðlabankastjóra sagt að drulla sér með ógnandi tilburðum, í sölum þjóðþingsins, af eigenda fyrirtækisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á Íslandi er fyrrum stjórnarformaður fyrirtækisins ennþá ráðherra og setur reglur sem eru hagstæðar fyrirtækinu og framfylgir ekki öðrum óhagstæðir lagaákvæðum, sem fyrirtækið fer greinilega á svig við.

Á Íslandi er farið sérstaklega á eftir starfsmönnum Seðlabankans sem sinna lögbundnu eftirlitshlutverki bankans.

Þögn ráðandi stjórnmálaafla um stöðuna er svo æpandi, að það er rétt að hrósa sérstaklega forsætisráðherra þjóðarinnar fyrir það afrek hennar að tjá sig með varfærnum hætti „kategórískt“ um stöðu mála.

Þó svo einhverjum þyki sem afrek Katrínar sé ekki af stærri gerðinni, þá eru þau gríðarleg ef mið er tekin af algerri grafarþögn Sigmundar Davíðs í Miðflokknum og Þorgerðar Katrínar í Viðreisn um málið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: