- Advertisement -

Hver er staða barna eftir hrun?

„...barnaréttarnefndin hefur ítrekað bent á að það skorti heildstætt kerfi um söfnun, vinnslu og greiningu gagna um stöðu barna hér á landi...“

Nokkrir þingmenn, úr öllum flokkum, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp til þess að kanna með heildrænum hætti stöðu barna á Íslandi tíu árum eftir hrun.

 

Hver er staða barna eftir hrun?

„…barnaréttarnefndin hefur ítrekað bent á að það skorti heildstætt kerfi um söfnun, vinnslu og greiningu gagna um stöðu barna hér á landi…“

Nokkrir þingmenn, úr öllum flokkum, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp til þess að kanna með heildrænum hætti stöðu barna á Íslandi tíu árum eftir hrun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í greinargerðinni segir: „Nú þegar tíu ár eru liðin frá efnahagshruninu er ástæða til að kanna hvort börn hafi fengið og notið bætts efnahagsástands landsins en ekki liggur fyrir greining á stöðu þeirra barna sem eru fædd á árunum 1990–2011. Þá má þess geta að barnaréttarnefndin hefur ítrekað bent á að það skorti heildstætt kerfi um söfnun, vinnslu og greiningu gagna um stöðu barna hér á landi, enda er slík gagnasöfnun forsenda þess að raunverulega sé hægt að vinna að auknu jafnræði meðal barna á Íslandi.“

Þar segir einnig: „Í upphafi hrunsins var mikið rætt um möguleg langtímaáhrif þess á börn. Því er full ástæða til að skoða stöðu barna á þessu tíu ára tímabili, 2008–2018, og meta áhrif hrunsins á stöðu þeirra og líðan, svo sem út frá félagslegum, sálrænum og efnahagslegum áhrifum, sem og hvar þjónusta við börn var skorin niður og hvort úrbætur hafi átt sér stað á þessu sviði. Slík könnun nær jafnframt til víðtækra þátta og þarf sérstaklega að hafa í huga ýmsar breytur, svo sem kyn, uppruna, fötlun, efnahagslega stöðu, búsetu, fjölskyldumynstur o.s.frv. Mikilvægt er að leggja mat á áhrif hrunsins á börn og grundvallarkerfi þjóðfélagsins, m.a. í velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfinu.“

Tillagan sjálf er svona: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp til þess að kanna með heildrænum hætti stöðu barna á Íslandi tíu árum eftir hrun. Starfshópurinn hafi samráð við umboðsmann barna, Barnaverndarstofu, UNICEF á Íslandi, Velferðarvaktina, Samband íslenskra sveitarfélaga og önnur félagasamtök og stofnanir sem málefnið snertir. Starfshópurinn skili skýrslu til ríkisstjórnarinnar innan sex mánaða frá skipun starfshópsins en skýrslan verði kynnt Alþingi eigi síðar en fyrir lok 149. löggjafarþings.“

Flutningsmenn eru Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Andrés Ingi Jónsson, Þorsteinn Víglundsson, Willum Þór Þórsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Sæland, Bryndís Haraldsdóttir, og Jón Þór Ólafsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: