Embætti ríkissaksóknara er rekið með sérstökm hætti. Sigríður Friðjónsdóttur ríkissaksóknari neitar að fara eftir fyrirskipun Guðrúnar Hafsteinsdóttur að Helgi Magnússon eigi að gegna embætti sínu, þvert á vilja Sigríðar.
Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra ætlar að taka á vanda ríkissaksóknara. Á mbl.is segir: „Ég mun skoða allar hliðar þess en ástandið er ekki gott og ég held að það blasi við af umfjöllun fjölmiðla. Ég veit í sjálfu sér ekki mikið meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum en er búin að óska eftir því innan úr ráðuneytinu að fá öll þau gögn sem máli skipta,“ segir hún.
Og greinilega er ekki vanþörf á. Spyrja má hver dómsgreind fólksins er.