Greinar

Hver er ábyrgð kirkjunnar?

By Ritstjórn

August 13, 2020

Sigurður G. Tómasson skrifar:

Einhvern tíma á fyrri öldum gaf einhver kirkjunni Varmá og hefur áreiðanlega farið til himnaríkis að launum. Enn er það svo að við sem þykjumst eiga lönd að ánni, eigum það. Bókstaflega að ánni en ekki út í miðja á sem venja er þar sem straumvötn skipta löndum. Á seinni árum hefur áin valdið nokkrum skemmdum í flóðum og rofið lönd og bakka. Hér á blábakkanum standa amk sex geysihá grenitré, 25-30 metra há. Þau gætu verið í hættu ef vetrar og vorflóð verða áfram svipuð. Á Þjóðkirkjan að hlaupa undir bagga? Kirkjan og prestarnir hafa um árabil notið arðs af ánum en hver ber ábyrgð á tjóni?