Búið er að marka brautina. Braut Samherja innan æðstu stjórnsýslu þjóðarinnar. Katrín mun eflaust boða Þorstein til einkaviðræðna um svarta stöðu Samherja. Nema að Þorsteinn verði fyrri til og boði Katrínu til fundar í höfuðstöðvum Samherja á Íslandi. Eða þá í Namibíu.
Katrín er föst á krók útgerðarauðvaldsins. Hún hefur kokgleypt eigin pólitík. Sem stjórnarandstæðingur lagði hún áherslu á að veiðigjöld snérust jú um pólitík. Eftir að hafa sest við hlið útvarðar auðvaldsins, í stjórnarráðinu, hefur hún kokgleypt eigin skoðanir.
Ef hún er sjálfri sér samkvæm, það er sinni nýju pólitík, mun hún eflaust taka að sér að kæra og kæra út og suður til og gera allt sem hún getur til að hylja opinberun Samherja.
Pólitísk staða á Íslandi er stórfurðuleg.