- Advertisement -

Hvenær er ríkisstjórn vanhæf?

 

Er ríkisstjórn vanhæf þegar hún horfir aðgerðarlaus og ráðalaus á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar stórskaðast? Já, segja eflaust margir Íslendingar.
Núverandi ríkisstjórn er fullkomlega um megn að verja hið laskaða heilbrigðiskerfi okkar. Kerfi sem fyrir ekki svo mörgum árum var talið meðal þeirra bestu í heimi.
Ár eftir ár rýrnar kerfið og verður vanhæfara til að gegna hlutverki sínu. Það er langt mál að telja það allt upp sem að er og sennilega getur það enginn. Það er hallæri um allt, hallæri sem ógnar öryggi, lífi og framtíð fjölda fólks.
Það er ábyrgðarhluti að setjast í ríkisstjórn með mikil fyrirheit og geta svo ekkert, sitja ráðalaus glápandi á vandann.
Síðast í dag komu vondar fréttir af stöðu ljósmæðra. Kannski má kalla þetta meira en vondar fréttir. Staðan er með öllu óþolandi. Í gær voru fréttir af afleiddri stöðu á gjörgæslunni sjálfri og svo framvegis og svo framvegis.
Við saklausir borgarar getum bölvað þessu og óttast stöðuna. En ráðherrar ríkisstjórnar Íslands verða að vinna hratt og örugglega að lausnum eða hætta annars.
Miðað við þá stöðu sem er uppi er svarið við spurningunni, hvenær er ríkisstjórn vanhæf, mjög augljóst. Það er núna. Ríkisstjórn ræður ekki við sín brýnustu viðfangsefni og á að víkja. Þetta er fullreynt.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: