- Advertisement -

Hvenær ætli Seðlabankinn sjái að þessi vegferð er löngu komin upp í brimgarð

Verðbólga í allri Evrópu er á hraðri niðurleið þátt fyrir að stýrivextir í Evrópu hafi hækkað einungis brot af því sem gerst hefur hér á landi.

Vilhjálmur Birgisson.

„Þrátt fyrir tólf stýrivaxtahækkanir í röð hækkaði vísitala neysluverðs um 1,31% á milli mánaða. Það skrautlegasta í þessu öllu saman er að 0,47% af hækkuninni er vegna svokallaðar „reiknaðar húsaleigu“ sem er hækkun á fasteignaverði og hækkandi vöxtum.“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.

„Málið er að það er verðtryggingin sem er að valda hér hækkandi verðbólgu vegna þess að stýrivextir Seðlabankans bíta ekkert á hækkun á fasteignaverði þegar fólki er ýtt út í verðtryggð lán.

Verðbólga í allri Evrópu er á hraðri niðurleið þátt fyrir að stýrivextir í Evrópu hafi hækkað einungis brot af því sem gerst hefur hér á landi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvenær ætlar Seðlabankinn að sjá að þessi vegferð þeirra er löngu komin upp í brimgarð.

Afnám verðtryggingar er forsenda fyrir því að stýrivaxtatæki Seðlabankans virki eins og það gerir í samanburðarlöndum, enda er verðtrygging á lánveitingum til heimila ekki heimiluð þar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: