Og af hverju gerum við það? Það er af því að við erum að gæta réttinda fólks og fyrirtækja í landinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarformaður sagði á Alþingi í gær:
„Ég spurði einfaldlega tveggja spurninga: Er það mat utanríkisráðherra og nýrrar ríkisstjórnar að bókun 35 sé mikilvægasta málið og þess vegna sé það fyrst á dagskrá? Og í öðru lagi: Er líklegt að öll ríkisstjórnin og allir þingmenn séu jafn samhentir og yfirlýsingar komu fram um í stefnuræðunni í gær? Þessu spyr ég að í ljósi þess að umræða um bókun 35 hefur farið fram hér áður og ýmsir hafa verið með talsvert andstæðar skoðanir við hæstv. utanríkisráðherra núna, og getur vel verið að ég verði meira og minna sammála hæstv. utanríkisráðherra. En ég er að spyrja um ríkisstjórnina.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svaraði formanni Framsóknar:
„Við erum með ríkisstjórn í landinu sem treystir sér til þess að standa við EES-samninginn. Hún treysti sér til að uppfylla skuldbindingar okkar samkvæmt samningnum. Og af hverju gerum við það? Það er af því að við erum að gæta réttinda fólks og fyrirtækja í landinu. Þess vegna treystum við okkur til þess. Það er munurinn. Og já, þetta mál er núna til afgreiðslu, fór í gegnum ríkisstjórn án athugasemda og hefur verið afgreitt af öllum þingflokkum ríkisstjórnarinnar til afgreiðslu og umræðu. Þannig að já, það er mitt mat að það sé samstaða meðal ríkisstjórnarflokkanna um þetta mál. Þótt fólk í gegnum tíðina hafi getað haft ýmsar skoðanir á samningnum sem slíkum þá er ljóst að þetta mál er mikilvægt hagsmunamál fyrir heimili og fyrirtæki í landinu.“