- Advertisement -

„Hvassahraun er vonlaus staður fyrir flugvöll“

Vigdís Hauksdóttir:
Skorað er á samgöngumálaráðherra að leysa upp Hvassahraunsnefndina.

„Reykjavíkurborg krefst þess að vera sjálfstæð og þá sérstaklega í skipulagsmálum. En þegar kemur að bágum fjármálum borgarinnar á ríkið að koma með gríðarlegt fjármagn inn í reksturinn,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarráðs.

„Ég hef nú þegar skrifað stjórn umhverfis- og samgöngunefndar bréf þar sem ég lýsti yfir forsendubresti Reykjavíkurborgar við samninginn. Búið er að tryggja 200 milljónir til „rannsókna“ í Hvassahrauni og skiptu ríki og borg kostnaðinum til helminga,“ segir og í bókun Vigdísar.

„Fagfólk í fluggeiranum hefur marg ítrekað að Hvassahraun er vonlaus staður fyrir flugvöll og nú bætast við miklar jarðhræringar á þessu svæði. Skorað er á samgöngumálaráðherra að leysa upp Hvassahraunsnefndina og gefa það út að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er ekki á förum um ókomna tíð. Fjármagn ríkisins og borgarinnar er betur varið í önnur verkefni.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: