- Advertisement -

Hvarflar ekki að Bjarna að segja af sér

Gunnar Smári skrifar:

Það hvarflar ekki að Bjarna Benediktssyni að segja af sér, að hans sögn vegna þess að hann telur sig vera að sinna svo mikilvægum verkefnum. Þessi rök má stytta í: Ég er of stór til að falla. Eða upp á ensku: To big to fail. Bjarni telur samkvæmt þessu mikilvægi sitt hefja sig yfir lög og reglur. Og Katrín Jakobsdóttir er sammála þessu (og Sigurður Ingi líka, svo það sé sagt). Vá, hvað við erum komin í stórkostlegan vanda með þetta fólk í forystu ríkisvaldsins.

Viðtölin við forystufólk ríkisstjórnarinnar um hátíðirnar verða lengi í minnum höfð. Hvílík siðferðisleg tjara; kolsvört, klístruð og þykk. Sigurður Ingi var í hádeginu að segja að þótt Bjarni hafi brotið af sér væri aðalatriðið að við sýndum samstöðu; sem merkir að þau sem krefðust afsagnar hins brotlega ráðherra væru í raun hinir alvarlegu brotamenn gegn baráttunni gegn cóvid. Þjóð sem sættir sig við svona siðferðislega drullu mun glatast.

Í ríki Katrínar, Bjarna og Sigurðar eru öll dýrin jöfn fyrir lögum og reglum, en sum dýrin mun jafnari en önnur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: