- Advertisement -

Hvar var þjóðin?

Árni Gunnarsson fyrrrverandi fréttamaður og alþingismaður.

Ég var að fylgjast með 84 milljón króna athöfn á Þingvöllum í tilefni 100 ára afmælis sambandslagasamningsins við Dani. Á risamiklum palli með miklum ljósabúnaði sátu þingmenn, ráðherrar, (misbrúnir í andliti) erlendir gestir og aðrir gestir. Ég spurði sjálfan mig: En hvar var þjóðin? Hún var ekki á Þingvöllum.
Ég hefði talið eðlilegra að afmælisins hefði verið minnst við Alþingishúsið við Austurvöll, en þar var samningurinn við Dani undirritaður fyrir 100 árum. Ég velti því líka fyrir mér hversvegna formenn allra flokka á þingi þurftu að halda ræður og flestir að tala um hið sama og allir um þingsályktunina um barnamenningarsjóð og nýtt hafrannsóknaskip. Að mínu mati hefðu flokkarnir átt að koma sér saman um einn frummælanda, enda allir flokkarnir sammála um tillöguna.

En svona er þetta. Þá fannst mér aðkoma eins umdeildasta stjórnmálamanns Danmerkur, Piu Kjærsgaard, að samkomunni varla við hæfi. Af hverju ekki danski forsætisráðherrann eða utanríkisráðherrann?

Svo hefði mér þótt frumlegt og við hæfi, að gestir hefðu bara setið í nágrenni Lögbergs, þar sem athöfnin hefði getað farið fram, án kostnaðar við risapallinn. Það hefði mátt fjárfesta í teppum fyrir gestina að sitja á og vefja um sig, yrði þeim kalt.
Og af hverju var þjóðin ekki á Þingvöllum. Varla verður sagt, að hún hafi verið hvött til þess og svo var vinnudagur hjá flestum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Árni Gunnarsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: