Hvar væri Mogginn án minningargreina
Fjórðungur Moggans í dag fer undir minningargreinar og dánartilkynningar. Eftir rétta viku verður Davíð Oddsson 75 ára. Trúlega hættir hann þá sem ritstjóri. Honum er mjög heitt í hamsi þessa dagana:
„Óábyrg verkalýðsheyfing getur knúið fram þá launahækkun sem mesta æsingarfólkið á þeim stað kallar eftir. Fyrirtækin hafa þá flest ekki aðeins þá leið að þrengja að starfsemi sinni, sem þýðir innan skamms hrun fjölda fyrirtækja. Langvíðast er fagfólk við hlið forystusveita verkalýðsforingja, sem þarf ekki að treysta á útreikninga launagreiðanda. Og í forystusveitunum sitja glúrnir og þrautreyndir menn sem þekkja þyngarafl tilverunnar,“ skrifar hann í leiðara dagsins.
Skoðum betur: „Fjölmiðlarnir íslensku sáu Blaðamannafélagið fara út í foraðið í síðustu kjarasamningum. Það félag hefur bæði blaðamenn á frjálsum markaði og hins vegar ríkisstarfsmenn, sem aflsmáir stjórnmálamenn moka fjármunum í út fyrir öll mörk. Árvakur varaði við því að héldu verkfallsmenn kröfum til streitu myndi starfsmönnum félagsins fækka hratt sem væri þvert á vilja og hagsmuni félagsins. Á þetta var ekki hlustað og fækkunin gekk eftir. Fækkun starfsmanna, sem Árvakur mátti ekki missa, gekk eftir,“ segir í leiðaranum. Þá er gott að hafa fjórðung af blaðinu í ókeypus minningargreinum.
Fundið er að stöðu Fréttablaðsins:
„Við blasir hvernig komið er fyrir Fréttablaðinu. Ekki verður betur séð en eigandi þess hafi tapað um tveimur milljörðum króna á fáeinum árum. Það gerir enginn að gamni sínu. Í baráttu upp á líf og dauða er dregið úr útbreiðslu blaðsins um 90% og sagt við auglýsendur að sú breyting tryggi óbreyttan lestur! Gefnar auglýsingar eru dýr falsmynd. Það gengur stutt. Síðustu kjarasamningar höfðu áhrif á hvernig komið er fyrir Fréttablaðinu.“
Útgefendur Moggans hafa svo sem ekki efnast mikið á útgáfunni. Taprekstur hefur verið stöðugur frá komu Davíðs í stól ritstjóra. Sennilega á hann bara viku eftir þar.
-sme