Viðskipti Bankastjóri Arion réttlæti vaxtahækkun með þeim orðum að hveitið má ekki kosta meira en brauðið. Hann meinti að endurfjármögnun hafi hækkað það mikið að ekki var komist hjá vaxtahækkun.
Seðlabankinn segir í dag:
„Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað.“
Þetta er þvert á orð bankastjórans. Það sem hann segir hafa hækkað hefur í raun lækkað. Staða bankans breytist ekkert. Fólk andmælir ekki. Og bankinn mun þá græða meira.