- Advertisement -

„Hvar eru þessar útskýringar?“

Það hefur legið fyrir.

Björn Leví Gunnarsson er ekki sannfærður um ágæti þeirrar ákvörðunar Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur um að afleggja Nýsköpunarmiðstöðvar. Sem verður um komandi áramót.

„Þetta er skipulagið sem við erum að biðja um og ég veit að starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar báðu líka um þetta. Þau vissu að það þyrfti að fara í ákveðna endurskipulagningu og gera hlutina betur í Nýsköpunarmiðstöð. Það hefur legið fyrir. Það hefur legið fyrir í ályktun þingsins um nýsköpunarstefnu að það ætti að gera það, það átti að fara í endurskoðun, skilvirknigreiningu og endurbætur á því hvernig þetta fúnkerar, hvernig þetta virkar,“ sagði Björn Leví.

„En í staðinn kemur allt í einu upp úr þurru frá hæstvirtum ráðherra: Ég ætla að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þegar allir klóra sér í hausnum og spyrja: Bíddu, af hverju? Passar hún ekki inn í? Er einhver óskilvirkni í gangi? Hver er hún nákvæmlega? Þá er bara sagt: Ég ætla að leggja stofnunina niður þannig að það verði minni stjórnsýslukostnaður og hann færist yfir í aukið fjármagn til verkefna. Og ýmislegt annað, vissulega. En það er þessi fullyrðing sem ég festi mig í. Þarna er fullyrðing og á bak við hana á að liggja greining.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég skil það ekki.

Björn Leví: „Þá spyr ég: Allt í lagi, fyrst þú getur fullyrt þetta, sýndu mér þá gögnin sem liggja þar á bak við. Ég er mjög ósáttur við að framkvæmdarvaldið fullyrði eitthvað án þess að til séu greiningar til að rökstyðja þær fullyrðingar. Ef ráðherra ætlar að segja svona verður hún að geta hóstað upp gögnunum því til stuðnings. Þess vegna spurði ég í fjárlaganefnd: Hvar eru þessar útskýringar? Hvaða gögn lágu fyrir ákvörðuninni þegar hún var tekin? Og svörin eru engin. Nú svarar ráðherra því hins vegar þannig að þessar greiningar séu til, sem ég verð þá að gera ráð fyrir að hafi verið gerðar eftir á. Gott og blessað, frábært. Af hverju megum við ekki sjá þær? Af hverju voru þær ekki hluti af svarinu sem barst fjárlaganefnd fyrir ekki svo mörgum dögum? Ég skil það ekki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: