- Advertisement -

Hvar eru nú málsvarar fatlaðs fólks og öryrkja á Alþingi?

Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar:

Þuríður Harpa.

Kannski er ástæða til að fagna því að niðurskurðurinn er minni en upphaflega stóð til. Ég er hins vegar verulega beygð vegna þess að samdráttur í hagkerfi sé látinn bitna á öryrkjum og fötluðu fólki. Vegna þess að þessi málaflokkur hefur verið sveltur síðan í hruni, hvað sem ráðamenn segja þá er það staðreynd. Ég er beygð vegna þess að við vorum skilin eftir á mesta hagvaxtarskeiði Íslands, en erum látin taka höggið þegar draga verður saman. Ekkert breytir þeirri staðreynd að örorkulífeyrir er í dag langt undir mörkum eða kr. 212.000 og margir eru með mun lægri upphæðir til að lifa af má þar nefna búsetuskert fólk t.d. sem sumt hvert hefur aðeins um 100.000 kr. til framfærslu. Enginn þingmaður ríkisstjórnarinnar hefur orðað að það sé óeðlilegt að örorkulífeyrir sé rúmum 30.000 kr. lægri en atvinnuleysisbætur og 70.000 kr. lægri en lágmarkslaun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Afrek ríkisstjórnarinnar í þágu örorkulífeyrisþega var að gefa 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni.

Afrek ríkisstjórnarinnar í þágu örorkulífeyrisþega var að gefa 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni. Það er aumt sér í lagi í ljósi þess að hér voru þeir sem ætluðu sér á þing, háværir um óréttlæti í garð öryrkja í aðdraganda síðustu kosninga og eftir kosningar og fundi með ÖBÍ fóru alþingismenn í pontu og töluðu um að afnema strax skerðinguna. Hvar eru nú málsvarar fatlaðs fólks og öryrkja á Alþingi?

Þeir hinir sömu og fyrr héldu háværar ræður um óréttlætið sem öryrkjar og fatlað fólk þyrfti að búa við í okkar samfélagi. Betur má ef duga skal, hér þarf að rétta stefnuna. Takið höndum saman, ekki næra fátækt, nærið fólkið!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: